| Grétar Magnússon

Henderson frá í mánuð

Fyrirliðinn Jordan Henderson verður frá næsta mánuðinn eða svo eftir að hafa tognað aftan í læri gegn Arsenal þann 22. desember síðastliðinn.


Henderson þurfti að fara af velli snemma leiks í stórleiknum gegn Arsenal og nú er ljóst að hann verður ekki með næstu fjórar vikurnar sem þýðir að hann gæti misst af næstu sex eða sjö leikjum liðsins.  Þar á meðal er t.d. heimaleikur við Everton í FA bikarnum sem og heimaleikur í deild við Manchester City.

Fyrirliðinn hefur legið undir gagnrýni á tímabilinu fyrir frammistöður sínar en það er þó ljóst að fjarvera hans kemur á vondum tíma.  Miðjan hefur verið smá vandamál á tímabilinu og nú þegar janúarmánuður er að ganga í garð má nú ekki mikið gerast til að sú staða verði kannski eilítið þunnskipuð.  Samningamál Emre Can hjá félaginu eru í pattstöðu og Þjóðverjinn má í raun semja við eitthvað annað félag sem gæti verið vont uppá frammistöður hans að gera.  En Adam Lallana er þó að koma til baka og James Milner, sem hefur ekki spilað mikið það sem af er, verður að stíga upp og nýta það tækifæri sem hann fær núna.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan