| Grétar Magnússon

Kaupin á Virgil van Dijk staðfest !

Nú rétt í þessu voru að berast stórfréttir frá Liverpool þar sem kaupin á varnarmanninum Virgil van Dijk voru staðfest.


Eftir að hafa verið ansi nálægt því að kaupa van Dijk í sumar þurfti félagið að bakka útúr kaupunum eftir að Southampton kvörtuðu undan því að Liverpool hefði nálgast hann á ólöglegan hátt.  En nú hefur sagan fengið farsælan endi !

Hollendingurinn mun leika í treyju númer 4 og skrifar formlega undir samning við félagið þegar félagaskiptaglugginn opnar þann 1. janúar.

Velkominn bjóðum van Dijk hjartanlega velkominn til félagsins.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan