| Sf. Gutt

Landsleikjafréttir

Þessa dagana er verið að spila síðustu umferðirnar í forkeppni Heimsmeistarakeppninnar. Þeim þjóðum sem hafa tryggt sér farseðil til Rússlands fjölgar jafnt og þétt. 

Á fimmudagskvöldið voru Jordan Henderson og Alex Oxlade-Chamberlain í byrjunarliði Englands sem marði Slóveníu á Wembley. Daniel Sturridge var varamaður. Harry Kane skoraði eina mark leiksins þegar komið var fram í viðbótartíma. Jordan hefur verið fyrirliði enska liðsins í síðustu leikjum en Gareth Southgate skipaði Harry fyrirliða í þessum leik. Sigurinn kom enskum til Rússlands. 

Í sama riðli unnu Skotar Slóvaka 1:0 á Hampden Park og kom eina markið mínútu fyrir leikslok. Svo vildi til að það var sjálfsmark Martin Skrtel fyrirliða Slóvaka. Andrew Robertson lék allan leikinn með Skotum sem eiga möguleika á að komast í umspil.

Þjóðverjar tryggðu sér áframhald og möguleika á að verja titil sinn með því að vinna Norður Írland 1:3 í Belfast. Emre Can kom inn á sem varamaður. Sebastian Rudi, Sandro Wagner og Joshua Kimmich skoruðu fyrir heimsmeistarana. Josh Magennis svaraði fyrir heimamenn. 

Á föstudagskvöld vann Wales mjög þýðingarmikinn sigur í Georgíu. Tom Lawrence skoraði markið. Ben Woodburn kom inn á sem varamaður á síðustu mínútu leiksins. Danny Ward var varamaður. 

Í kvöld unnu Hollendingar 1:3 í Hvíta Rússlandi. Georginio Wijnaldum spilaði allan leikinn. Þess má geta að Ryan Babel, fyrrum leikmaður, Liverpool er kominn á nýjan leik í lið Hollendinga. Hann spilar nú með Besiktas í Tyrklandi. Virgil van Dijk var í vörn hollenska liðsins. 

Ragnar Klavan var í liði Eistlands sem burstaði Gíbraltar á útivelli 0:6. Í sama riðli vann Belgía 3:4 í Bosníu Herzegóvínu. Simon Mignolet var varamaður. Belgar eru búnir að vinna riðilinn. 

Philippe Coutinho spilaði í markalausu jafntefli Brasilíu við Bólívíu. Roberto Firmino kom ekki við sögu. 

Dominic Solanke skoraði fyrir undir 21. árs lið Englands sem vann Skotland 3:1. Joe Gomez og Trent Alexander-Arnold spiluðu líka með.












TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan