| Sf. Gutt

Algjör draumur!


Algjör draumur! Hvernig getur það verið annað en draumur að skora sitt fyrsta mark fyrir uppáhaldsliðið sitt beint úr aukaspyrnu í mikilvægum Evrópumark? Trent Alexander-Arnold lýsir markinu sínu á móti Hoffenheim svo. 

,,Auðvitað er það algjör draumur að spila sinn fyrsta Evrópumark fyrir liðið sem maður hefur haldið með frá því maður var strákur. Það var líka alveg einstakt fyrir mig að skora í þessum leik. En mikilvægast var þó að við skyldum ná að vinna. Við erum svolítið svekktir yfir því að hafa fengið á okkur mark undir lokin en það er alltaf gott að hafa forystu áður en við spilum á Anfield."



Með því að skora varð Trent þriðji yngsti leikmaður Liverpool til að skora í Evrópukeppni. Michael Owen er sá yngsti og David Fairclough næst yngstur. Michael var 17 ára og níu mánaða þegar hann skoraði í 2:2 jafntefli við Celtic í Glasgow 1997. David var ári eldri en Michael þegar hann skoraði í 6:0 sigri á Real Soceidad i árið 1975. Trent var svo mánuði eldri en David. Allir þrír eiga það sameiginlegt að vera aldir upp hjá Liverpool. 

Ef Meistaradeildin er tekin sérstaklega þá er er Trent yngsti leikmaður Liverpool til að skora í þeirri keppni. Michael og David skoruðu báðir í Evrópukeppni félagsliða. 



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan