| Sf. Gutt
Ungliðinn Sheyi Ojo hefur verið lánaður út leiktíðina. Hann mun spila með Fulham í næst efstu deild. Þetta er í þriðja sinn sem hann er lánaður en hann hefur áður verið í láni hjá Wolverhampton Wanderes og Wigan Athletic. Það kemur aðeins á óvart að Sheyi skuli vera sendur í lán en hann hefur þótt með efnilegri leikmönnum Liverpool síðustu árin.
Sheyi var lengi frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð og náði ekki að komast í gang eftir þau. En hann lék vel þegar hann fékk tækifæri sparktíðina 2015/16 og þótti framganga hans lofa góðu. Sheyi hefur spilað 13 leiki fyrir Liverpool og skorað eitt mark.
Sheyi varð heimsmeistari undir 20 ára með Englandi í sumar. Hann kemur vonandi sterkur til leiks eftir dvölina hjá Fulham og hann lét hafa eftir sér í dag að hann stefndi á að koma fljótt aftur til Liverpool!
TIL BAKA
Sheyi Ojo lánaður

Ungliðinn Sheyi Ojo hefur verið lánaður út leiktíðina. Hann mun spila með Fulham í næst efstu deild. Þetta er í þriðja sinn sem hann er lánaður en hann hefur áður verið í láni hjá Wolverhampton Wanderes og Wigan Athletic. Það kemur aðeins á óvart að Sheyi skuli vera sendur í lán en hann hefur þótt með efnilegri leikmönnum Liverpool síðustu árin.

Sheyi var lengi frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð og náði ekki að komast í gang eftir þau. En hann lék vel þegar hann fékk tækifæri sparktíðina 2015/16 og þótti framganga hans lofa góðu. Sheyi hefur spilað 13 leiki fyrir Liverpool og skorað eitt mark.
Sheyi varð heimsmeistari undir 20 ára með Englandi í sumar. Hann kemur vonandi sterkur til leiks eftir dvölina hjá Fulham og hann lét hafa eftir sér í dag að hann stefndi á að koma fljótt aftur til Liverpool!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir!
Fréttageymslan