| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Lucas til Lazio
Brasilíumaðurinn Lucas Leiva hefur verið seldur til ítalska félagsins Lazio.
Eftir 10 ára veru hjá Liverpool hefur ákveðnum kafla verið lokað en Lucas var eini leikmaðurinn í hópnum sem hafði verið keyptur til liðsins áður en núverandi eigendur eignuðust félagið. Hann spilaði alls 346 leiki fyrir Liverpool og sagði við brottförina að hann hafi ávallt verið stoltur af því að hafa verið leikmaður félagsins í rétt rúman áratug.
,,Liverpool sem félag og Liverpool sem borg er eitthvað sem er alveg einstakt. Ég held að þetta sé engu öðru líkt. Stuðningsmennirnir eru stór hluti af félaginu, sennilega mikilvægasti hluti félagsins og án þeirra væri félagið ekki það sama og það er í dag myndi ég segja."
,,Takk kærlega fyrir allan stuðninginn, sérstaklega á erfiðu tímabilunum, það var þá sem það skipti virkilega máli. Við vitum öll að stuðningsmenn félagsins eru einstakir og þeir voru alltaf til staðar fyrir mig."
,,Ég mun fylgjast með félaginu og styðja það og ég mun svo sannarlega koma aftur til borgarinnar að heimsækja vini og horfa á leiki í framtíðinni."

Eftir 10 ára veru hjá Liverpool hefur ákveðnum kafla verið lokað en Lucas var eini leikmaðurinn í hópnum sem hafði verið keyptur til liðsins áður en núverandi eigendur eignuðust félagið. Hann spilaði alls 346 leiki fyrir Liverpool og sagði við brottförina að hann hafi ávallt verið stoltur af því að hafa verið leikmaður félagsins í rétt rúman áratug.
,,Liverpool sem félag og Liverpool sem borg er eitthvað sem er alveg einstakt. Ég held að þetta sé engu öðru líkt. Stuðningsmennirnir eru stór hluti af félaginu, sennilega mikilvægasti hluti félagsins og án þeirra væri félagið ekki það sama og það er í dag myndi ég segja."
,,Takk kærlega fyrir allan stuðninginn, sérstaklega á erfiðu tímabilunum, það var þá sem það skipti virkilega máli. Við vitum öll að stuðningsmenn félagsins eru einstakir og þeir voru alltaf til staðar fyrir mig."
,,Ég mun fylgjast með félaginu og styðja það og ég mun svo sannarlega koma aftur til borgarinnar að heimsækja vini og horfa á leiki í framtíðinni."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé!
Fréttageymslan