| Sf. Gutt

Jordan Henderson farinn að æfa!


Jordan Henderson er búinn að æfa með Liverpool frá því undirbúningstímabilið hófst. Fyrirliðinn hefur ekki spilað frá því í febrúar en þá datt hann út vegna meiðsla. Reglulega var reiknað með því að hann væri að ná sér en leiktíðin rann sitt skeið án þess að hann næði sér. 

Nú hefur Jordan hrist meiðslin af sér og hann segist tilbúinn í komandi átök. Trúlega leiðir hann Liverpool til leiks í kvöld þegar liðið mætir Tranmere Rovers í fyrsta æfingaleiknum í sumar. Víst er að gott er að fá fyrirliðann aftur í liðshópinn. Vonandi nær hann sér nú vel á strik því vera hans í liðinu skiptir máli. TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan