| Sf. Gutt

Verðum að vera fullkomlega einbeittir


Hollendingurinn Georginio Wijnaldum segir að hann og félagar sínir verði að vera mjög einbeittir í leiknum á móti West Ham United á morgun. Annars gæti illa farið.

,,Við meigum ekki fá það á heilann að við verðum að vinna heldur að reyna að vera alslappaðir því á sumu höfum við ekki stjórn á. Við getum bara haft stjórn á okkur  sjálfum og því sem við gerum. Ég held að það sé betra að við leggjum áherslu á hvað við getum gert til að vinna þá."



Eftir jafteflið á móti Southamton hefur pressan á Liverpool aukist því nú má ekkert út af bera og það eina sem gulltryggir eitt af fjórum efstu sætunum er að tveir síðustu leikirnir vinnist. Arsenal bíður átekta með þá von að Liverpool hrasi aftur eins og um síðustu helgi. 

,,Eina pressan sem maður á að setja á sjálfan sig er sú að nota hæfileika sína til að spila eins vel og maður getur. Skilaboðin til okkar eru þau að við verðum að vera fullkomlega einbeittir frá byrjun. Annars gæti leikurinn orðið mjög erfiður fyrir okkar.

Vonandi gengur allt að óskum í fyrsta leik Liverpool á Olympíuleikvanginum í London!


 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan