| Sf. Gutt

Af kvennaliðinu

Kvennalið Liverpool féll úr leik í undanúrslitum í FA bikarnum. Deildarkeppnin er hafin og ein úr liðinu komst í úrvalslið deildarinnar.

Liverpool komst ekki í úrsitaleikinn um FA bikarinn en liðið tapaði naumlega 1:0 fyrir Manchester City.  

Kvennaliðið byrjaði deildarkeppnina vel um helgina og vann 1:4 sigur á Yeovil Town.

Um daginn var greint frá því hvaða leikmenn væru í liði ársins. Sadio Mané var í karlaliðinu en Liverpool átti líka einn leikmann í kvennaliðinu. Það var Caroline Weir. Hún er miðjumaður og leikur lykilhlutverk í Liverpool og skoska landsliðinu.  Hún var kosinn Knattspyrnukona ársins í Skotlandi fyrir 2016.

Lucy Bronze, sem áður lék með Liverpool, var kjörinn Leikmaður ársins í kjöri leikmannasamtaka. Hún leikur nú með Manchester City og varð enskur meistari á síðustu leiktíð. Lucy varð Englandsmeistari með Liverpool árin 2013 og 2014.

Hér má skoða heimasíðu kvennaliðsins. 







 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan