| Sf. Gutt

Roberto gæti spilað


Roberto Firmino missti af leik Liverpool og Burnley um síðustu helgi en vonast er til að hann geti spilað á sunnudaginn þegar Liverpool mætir Manchester City í Manchester. Roberto er búinn að skora tíu mörk á leiktíðinni og þó honum hafi ekki gengið sem best síðustu vikurnar munar um minna ef hann verður ekki tiltækur. Hann er að lagast og er farinn að æfa en það verður að koma í ljóst hvort hann er orðinn nógu góður til að vera í liðshópnum á móti City.  


Fátt er um framherja í liðshópnum um þessar mundir. Roberto er tæpur eins og fram hefur komið og það sama má segja um Divock Origi sem leysti Roberto af um síðustu helgi. Hann meiddist eitthvað í vikunni. Daniel Sturridge hefur líka verið frá síðustu vikurnar og ekkert er vitað um endurkomu hans. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan