| Sf. Gutt

James ánægður með betri leik


James Milner var ánægður með að Liverpool spilaði vel og vann Arsenal 3:1. Hann er þó argur út af óstöðugleika liðsins sem spilaði hörmulega í næsta leik á undan þegar það tapaði 3:1 í Leicester. James hafði meðal annars þetta að segja í viðtali við Liverpoolfc.com eftir leikinn.

,,Þetta var mjög ánægjulegt en á hinn bóginn er þetta ergilegt út af úrslitunum um kvöldið. Sem sagt að við skulum ekki geta sýnt meiri stöðugleika. Við vitum öll hversu gott liðið er en við verðum að sýna meiri stöguleika og spila oftar eins og við getum best. Nú verðum við að byggja ofan á þetta og halda áfram að bæta okkur. Við sýndum hvað við getum í þessum leik með því að ráða lögum og lofum gegn mjög sterku liði. Sérstaklega spiluðum við vel í fyrri hálfleik. Við vorum frábærir á þeim kafla og sýndum hversu góðir við erum. Við verðum að halda áfram á sömu braut."

Liverpool bætti stöðu sína við topp deildarinnar með sigrinum á Arsenal. En James, sem var fyrirliði Liverpool í fjarveru Jordan Henderson, leggur áherslu á að halda yfirvegun sinni.

,,Við látum aðra um að tala um stöðuna og baráttuna um fjögur efstu sætin. Við einbeitum okkur bara að einum leik í einu og höldum áfram að vinna að því sem bíður okkar. Við stefnum að sigri í hverjum leik, við vitum hversu góðir við erum og við getum unnið alla leiki. En aðalmarkmið okkar er að bæta okkur og verða betra lið. Takist okkur það munu sigrarnir falla okkur í skaut!"


James Milner spilaði mjög vel á móti Arsenal eftir að hafa átt misjafna leiki það sem af er árinu. Vonandi er hann nú kominn á rétta braut og að sama gildir um liðið allt. 



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan