| Sf. Gutt

Vonandi góð áhrif fyrir lokasprettinn


Jordan Henderson, fyrirliði Livepool, vonast til að æfingaferð liðsins til La Manga eigi eftir að skila sér í góðum leikjum til loka keppnistímabilsins. Hann segir að leikjadagskráin hafi verið stíf það sem af er árinu en það verði samt ekki slegið slöku við á Spáni.

,,Dagskráin hefur verið stíf en það verður æft stíft hérna. Við eigum mikið inni fyrir lokakafla leiktíðarinnar og við getum sýnt miklu meira. Vonandi hjálpar að vera hérna í sólinni svo við verðum ferskir á æfingum og náum að hlaða rafhlöðurnar áður en við komum heim aftur tilbúnir í slaginn."


Jordan segir að Spánarferðin hafi verið hugsuð til að efla liðið fyrir lokasprettinn í deildinni þannig að meiri möguleikar verði á að ná einu af fjórum efstu sætum deildarinnar. Jürgen Klopp, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur meira að segja látið hafa eftir sér að möguleiki sé á að vinna alla leikina til loka leiktíðarinnar. Að minnsta kosti er stefnt á að enda keppnistímabilið af krafti. 

,,Sú er hugmyndin. Framkvæmdastjórinn hefur sagt að við viljum vinna hvern einasta leik og auðvitað viljum við vinna alla leiki sem við spilum. Okkur finnst að við séum nógu góðir til að gera það en við verðum að framkvæma það sem við ætlum að gera úti á vellinum, æfa eins vel og við getum, leggja leikaðferðina vel upp og gera svo það sem ætlum okkur þegar helgin kemur. Ef við gerum þetta þá veit ég að við vinnum fleiri leiki en við töpum."



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan