| Sf. Gutt

Ian Ayre lætur af störfum


Ian Ayre lætur af störfum sem forstjóri Liverpool nú í lok mánaðarins. Það stóð til að hann myndi fara í vor en hann fer fyrr en áætlað var. Ian mun nú flytjast til Þýskalands þar sem hann tekur við svipuðu starfi og hann var í hjá Liverpool hjá 1860 München. Þýska liðið er í næst efstu deild en fjársterkir aðilar hafa keypt félagið og stefna hátt með það.





Ian hefur unnið hjá Liverpool í tíu ár. Fyrst í markaðsmálum en síðustu árin sem forstjóri félagsins. Þó svo Ian hafi stundum verið umdeildur í starfi þá hafa markaðsmál félagsins tekið stakkaskiptum á þeim tíma sem hann hefur verið forstjóri félagsins. Ian tilkynnti í mars í fyrra að hann hyggðist yfirgefa félagið. Reiknað var með, eins og áður segir, að hann yrði til vors en hann ákvað að flýta för.

Liverpool klúbburinn á Íslandi óskar Ian góðs gengis í nýja starfinu sínu!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan