| Sf. Gutt

,,Öllu skiptir hvernig hvernig viðbrögðin eftir tap eru. Svoleiðis sýna menn skapstyrk, baráttuanda og hversu gott liðið er í næsta leik á eftir. Næsti leikur er gríðarlega mikilvægur og við þurfum að sýna öflug viðbrögð. Lið verður ekki slæmt í einum leik og það er ennþá mikið sjálfstraust í liðshópnum."
,,Við erum mjög vonsviknir en það eru margir leikir framundan og við þurfum að vera tilbúnir þegar sá næsti hefst. Það er nóg tiltrú í liðshópnum, það eru frábærir leikmenn í hópnum og við verðum að halda því áfram sem við höfum verið að gera. Það þarf að draga lærdóm af leiknum í gær, því það voru gerð mörg mistök í honum, og koma okkur í það stand að við spilum betur í næsta leik og náum þannig betri úrslitum."
Það má ekkert út af bera í næsta leik því á miðvikudagskvöldið mætir Liverpool Southampton í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Deildarbikarsins. Liverpool þarf að vinna upp eins marks forskot Southampton ef liðið ætlar að tryggja sér farseðil á Wembley. Það er ekki í boði að sýna annan eins leik og liðið sýndi á Anfield í gær. Það þarf öflug viðbrögð og það strax!
TIL BAKA
Þarf öflug viðbrögð!
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, segir að liðið þurfi að sýna öflug viðbrögð eftir skellinn gegn Swansea í gær. Ekki dugi annað því það sé nóg af leikjum framundan.
,,Öllu skiptir hvernig hvernig viðbrögðin eftir tap eru. Svoleiðis sýna menn skapstyrk, baráttuanda og hversu gott liðið er í næsta leik á eftir. Næsti leikur er gríðarlega mikilvægur og við þurfum að sýna öflug viðbrögð. Lið verður ekki slæmt í einum leik og það er ennþá mikið sjálfstraust í liðshópnum."
,,Við erum mjög vonsviknir en það eru margir leikir framundan og við þurfum að vera tilbúnir þegar sá næsti hefst. Það er nóg tiltrú í liðshópnum, það eru frábærir leikmenn í hópnum og við verðum að halda því áfram sem við höfum verið að gera. Það þarf að draga lærdóm af leiknum í gær, því það voru gerð mörg mistök í honum, og koma okkur í það stand að við spilum betur í næsta leik og náum þannig betri úrslitum."
Það má ekkert út af bera í næsta leik því á miðvikudagskvöldið mætir Liverpool Southampton í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Deildarbikarsins. Liverpool þarf að vinna upp eins marks forskot Southampton ef liðið ætlar að tryggja sér farseðil á Wembley. Það er ekki í boði að sýna annan eins leik og liðið sýndi á Anfield í gær. Það þarf öflug viðbrögð og það strax!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi? -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Verðum að leggja harðar að okkur! -
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir
Fréttageymslan

