| Sf. Gutt

Allir vilja vera með í þessum leik!


Það vilja allir vera með þegar Liverpool og Manchester United leiða saman hesta sína og svoleiðis hefur það alltaf verið. Jordan Henderson bíður spennur eftir stórleiknum á Anfield í kvöld. Fyrirliði Liverpool hafði meðal annars þetta að segja í viðtali við Liverpoolfc.com

,,Það vilja allir vera með í þessum leik. Ég held að það verði ótrúleg stemmning og ég hugsa að menn þurfi ekki neina hvatningu til að vera tilbúnir í slaginn. Maður getur örugglega ekki beðið eftir að koma út á völlinn og það er næsta víst að stemmninginn verður orðin lífleg þegar við erum að hita upp. En þetta er bara eins og hver annar leikur í Úrvalsdeildinni fyrir okkar leikmennina og við viljum bara ná í stigin þrjú eins og venjulega. Við ætlum okkur að halda áfram að spila vel, gera það sem vel hefur gengið og halda áfram að taka framförum eins og lið. Við ætlum að einbeita okkur að þessum atriðum."



Liverpool getur með sigri jafnað efstu lið deildarinnar að stigum. Jordan telur að leikmenn Liverpool eigi að geta komið til leiks fullir af sjálfstrausti en það skipti miklu að byrja leikinn vel. 

,,Ég held að við getum komið með sjálfstraust til leiks vegna þess að við höfum spilað vel í mörgum leikja okkar hingað til. Það hefur engu skipt við hverja við höfum spilað. Mér finnst við hafa náð að yfirspila mótherja okkar löngum stundum. Leikurinn á móti Swansea var reyndar svolítið öðruvísi því við byrjuðum ekki jafn vel og við erum vanir. En mér fannst við standa okkur vel og þá sérstaklega í síðari hálfleik. Það er merki góðs liðs. Þetta var mjög ánægjulegur sigur og vonandi gefur hann okkur sjálfstraust svo við getum byrjað leikinn á mánudaginn vel. Það skiptir miklu að byrja vel og ef það tekst þá getum við komið okkur í góða stöðu sem við getum byggt á til að vinna sigur í leiknum."


Jordan Henderson var gagnrýndur eftir fyrstu leikina á leiktíðina en hann hélt sæti sínu í liðinu og hefur spilað mjög vel í síðustu leikjum. Það sýnir hversu vel hann hefur staðið sig að hann var fyrirliði enska landsliðsins gegn Slóveníu í síðustu viku. Miklu skiptir að hann eins og félagar hans í Liverpool nái sér á strik í kvöld!



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan