| Sf. Gutt

James Milner hefur tekið þá ákvörðun að segja gott komið með enska landsliðinu. Hann vill einbeita sér að ferli sínum hjá Liverpool í stað þess að þræla sér líka út með landsliðinu. Ekki er annað hægt að segja en að þetta séu frekar góðar fréttir og án efa mun þessi ákvörðun James koma Liverpool til góða.
James lék fyrst með landsliðinu sumarið 2009 og alls lék hann 61 leik og skoraði eitt landsliðsmark. James var í EM liði Englendinga í sumar og hann var líka í hópnum fyrir úrslitakeppnina 2012. Hann var í landsliðshópnum fyrir HM í Suður Afríku árið 2010. James lék 46 leiki með undir 21. árs liðinu og er það landsmet.
TIL BAKA
James Milner hættur með landsliðinu

James Milner hefur tekið þá ákvörðun að segja gott komið með enska landsliðinu. Hann vill einbeita sér að ferli sínum hjá Liverpool í stað þess að þræla sér líka út með landsliðinu. Ekki er annað hægt að segja en að þetta séu frekar góðar fréttir og án efa mun þessi ákvörðun James koma Liverpool til góða.

James lék fyrst með landsliðinu sumarið 2009 og alls lék hann 61 leik og skoraði eitt landsliðsmark. James var í EM liði Englendinga í sumar og hann var líka í hópnum fyrir úrslitakeppnina 2012. Hann var í landsliðshópnum fyrir HM í Suður Afríku árið 2010. James lék 46 leiki með undir 21. árs liðinu og er það landsmet.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir!
Fréttageymslan