| Grétar Magnússon

Karius meiddur !

Þær slæmu fréttir bárust af Loris Karius markverði að hann hefði handarbrotnað í leiknum gegn Chelsea og missir væntanlega af fyrstu þrem mánuðum tímabilsins.

Karius var talinn líklegur til að vera fyrsti kostur Klopp í byrjunarliðinu og flestir bjuggust við því að sjá hann milli stanganna í fyrsta leik tímabilsins gegn Arsenal þann 14. ágúst.

Svo verður ekki og Karius er floginn aftur til Englands til að hefja meðferð vegna meiðslanna.  Þetta þýðir að Simon Mignolet mun áfram vera fyrsti markvörður félagsins mörgum til mikils ama en það þýðir lítið annað núna en að fylkja sér á bakvið hann og vona að hann standi sig vel.

Það verður svo að koma í ljós hvort að Karius fari beint í liðið þegar hann kemur til baka eftir meiðslin.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan