| Grétar Magnússon

Meiðsli Henderson ekki eins alvarleg og í fyrstu var talið

Meiðsli Jordan Henderson eru ekki eins stórvægileg og menn óttuðust í fyrstu en engu að síður verður fyrirliðinn líklega að sætta sig við að hann spilar ekki meir á þessu tímabili.

Jurgen Klopp sagði eftir leik að útlitið væri ekki gott en frekari frétta af meiðslunum væri að vænta strax á föstudag.  Fyrirliðinn hefur nú verið skoðaður nánar og í ljós kom að hann hafði skaddað liðbönd í hné.

Undir venjulegum kringumstæðum þýða meiðsli þess eðlis það að leikmaður er frá í þrjá mánuði en sem betur fer er það ekki raunin nú.  Gangi allt vel í endurhæfingunni hjá Henderson gæti hann verið frá í sex til átta vikur en liðböndin eru ekki það illa sködduð og sem betur fer þarf hann ekki að gangast undir aðgerð vegna meiðslanna.

Það er þó ljóst að hann spilar varla mikið meira fyrir Liverpool á tímabilinu og það verður einnig að teljast ólíklegt að hann verði valinn í landsliðshóp Englands fyrir Evrópumótið í knattspyrnu í sumar.  Það verður þó alltsaman að koma í ljós hvernig það fer.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan