| Grétar Magnússon

Dregið í Evrópudeildinni

Nú rétt áðan var dregið í riðla í Evrópudeildinni og drógust okkar menn í B-riðil keppninnar með Rubin Kazan, Bordeaux og FC Sion.

Fyrir dyrum eru því ferðalög til Rússlands, Frakklands og Sviss. Rubin Kazan og Liverpool hafa aldrei mæst áður í Evrópukeppni en fyrir níu árum síðan mættust Liverpool og Bordeaux í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem Liverpool sigraði heima og heiman án þess að fá á sig mark. FC Sion frá Sviss hafa líka einu sinni áður verið með Liverpool í riðli í Evrópukeppni. Það var árið 1996 þar sem 6-3 sigur vannst á Anfield og 2-1 sigur á útivelli.

Riðlakeppnin hefst þann 17. september og aðrir leikdagar eru 1. október, 22. október, 5. nóvember, 26. nóvember og 10. desember.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan