| Grétar Magnússon

Liverpool mætir Carlisle

Í kvöld var dregið í 3. umferð enska Deildarbikarsins og mæta okkar menn Carlisle á Anfield.

Carlisle leika í neðstu atvinnumannadeild Englands (League Two) en slógu fyrr í kvöld út Queens Park Rangers á útivelli 1-2 en eins og flestir vita eru Q.P.R. í næst efstu deild.

Liðið er með 3 stig eftir 4 leiki í deildinni og sitja í 20. sæti deildarinnar af 24 liðum. Það verður því að segjast að okkar menn hafi verið heppnir með mótherja en þó skal aldrei búast við auðveldum leik þegar neðrideildarlið koma í heimsókn á Anfield.

Leikið verður annaðhvort þriðjudaginn 22. eða miðvikudaginn 23. september og lendir þessi leikur á milli heimaleikja við Norwich City og Aston Villa, það verða því þrír heimaleikir í röð á Anfield á einni viku.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan