| Grétar Magnússon
Brendan Rodgers staðfesti rétt áðan á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik tímabilsins að James Milner væri nýr varafyrirliði liðsins.
Þetta er eitthvað sem margir bjuggust við en þó hafði nafn Martin Skrtel oft komið upp í umræðunni, sérstaklega vegna þess að hann hefur verið lengi hjá félaginu en Milner ekki.
Rodgers hafði þetta að segja um Milner: ,,Hann er óþreytandi." Sagði Rodgers þegar hann útskýrði fyrir fréttamönnum að Milner mætir á æfingasvæðið tveim tímum áður en æfingin hefst.
,,James er leikmaður sem ég hef dáðst að lengi. Hann gefur allt í leikinn. Hann er líka stór karakter."
Rodgers sagði að Milner væri fullkominn varafyrirliði fyrir Jordan Henderson sem tók við armbandinu eftir að Steven Gerrard fór frá félaginu í vor.
Að lokum má geta þess að Rodgers sagði hver staðan á Joe Allen væri en hann meiddist snemma leiks gegn Swindon á sunnudaginn var. Meiðslin munu halda Allen frá keppni í þrjár til fjórar vikur.
TIL BAKA
James Milner nýr varafyrirliði

Þetta er eitthvað sem margir bjuggust við en þó hafði nafn Martin Skrtel oft komið upp í umræðunni, sérstaklega vegna þess að hann hefur verið lengi hjá félaginu en Milner ekki.
Rodgers hafði þetta að segja um Milner: ,,Hann er óþreytandi." Sagði Rodgers þegar hann útskýrði fyrir fréttamönnum að Milner mætir á æfingasvæðið tveim tímum áður en æfingin hefst.
,,James er leikmaður sem ég hef dáðst að lengi. Hann gefur allt í leikinn. Hann er líka stór karakter."
Rodgers sagði að Milner væri fullkominn varafyrirliði fyrir Jordan Henderson sem tók við armbandinu eftir að Steven Gerrard fór frá félaginu í vor.
Að lokum má geta þess að Rodgers sagði hver staðan á Joe Allen væri en hann meiddist snemma leiks gegn Swindon á sunnudaginn var. Meiðslin munu halda Allen frá keppni í þrjár til fjórar vikur.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður
Fréttageymslan