| Elvar Guðmundsson

Á þessum degi

Steven Gerrard og Igor Biscan sáu rautt þennan dag og Haukur Ingi skoraði fyrir unglingalandslið okkar Íslendinga.



Stevie sér rautt í grannaslag
2006 - Steven Gerrard fékk að líta rauða spjaldið eftir tvö gul með stuttu millibili í góðum 3-1 sigri á Everton á Anfield. Einum færri komumst við í 2-0 með mörkum frá Phil Neville sem skallaði boltann glæsilega í eigið net og Luis Garcia. Tim Cahill minnkaði muninn með einu af sínum 5 mörkum gegn okkur áður Van der Meyde var rekinn í sturtu fyrir olnbogaskot á Xabi Alonso. Harry Kewell kom okkur í 3-1 sem urðu lokatölur.





Spilað gegn Everton á Wembley
1984 - Fyrsti bikarúrslitaleikurinn gegn Everton fór fram þennan dag á Wembley. Markalaust jafntefli eftir framlengingu varð niðurstaðan þar sem dómara yfirsást hendi á Alan Hansen í okkar vítateig og mark Alan Kennedy dæmt af vegna rangstöðu. Þremur dögum síðar unnum við okkar 4. deildarbikartitil í röð í endurteknum leik.




Igor sá rautt í Marseille
2004 - Igor Biscan fékk rautt spjald eftir að Emile Heskey kom okkur yfir gegn Marseille í síðari leik liðanna í 4. umferð UEFA bikarsins. Didier Drogba jafnaði leikinn úr vítaspyrnunni sem fylgdi rauða spjaldinu, eitt af 11 mörkum hans gegn okkur. Við töpuðum á endanum leiknum 2-1 og 3-2 samtals.




Haukur Ingi og fleiri á skotskónum
1997 - Framtíðarleikmaður Liverpool, Haukur Ingi, setti mark U-19 ára liðs Íslands í 2-1 tapi gegn Belgum í æfingamóti.
1981 - John Wark gerði eina mark Skotlands gegn N-Írum í undankeppni HM, 1-1.




Kuyt skorar í landsleik
2011 - Dirk Kuyt skorar eitt marka Hollendinga í útileik gegn Ungverjum er þeir vinna öruggan 4-0 sigur í undankeppni EM.

Tekið af ynwa.tv 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan