| Sf. Gutt

Allt það helsta um John Barnes


John Barnes verður heiðursgestur á árshátíð Liverpool klúbbsins árið 2015. Hér er allt það helsta um einn þann besta sem hefur spilað með Liverpool. 

Nafn: John Charles Bryan Barnes.

Fæðingardagur: 7. nóvember 1963.

Fæðingarstaður: Kingston í Jamaíka.


Félög: Sudbury Court, Watford (1981 til 1987), Liverpool (1987 til 1997), Newcastle United (1997 til 1999) og Charlton Athletic (1999).

Leikir með Liverpool: 407.

Mörk með Liverpool: 108.

Titlar með Liverpool: Englandsmeistari 1988 og 1990. F.A. bikarmeistari 1989. Deildarbikarmeistari 1995.

Skjaldarhafi: 1988, 1989 og 1990. 

Landsleikir með Englandi: 79.

Landsliðsmörk: 11. 

Undir 21. árs landsleikir: 3.

Knattspyrnumaður ársins kjörinn af blaðamönnum: 1988 og 1990. 

Knattspyrnumaður ársins kjörinn af leikmönnum: 1988. 


Framkvæmdastjóraferill: Glasgow Celtic (1999 til 2000), Jamaíka (2008 til 2009) og Tranmere Rovers (2009).

Titill sem framkvæmdastjóri: Jamaíka vann Karabíahafstitilinn árið 2008.

Fróðleikur

- John fæddist á Jamaíka en fluttist 12 ára til Englands með fjölskyldu sinni.  

- John var í liði Watford þegar liðið komst fyrst upp í efstu deild vorið 1982.

- John var annar í röð blökkumanna til að spila með Liverpool á eftir Howard Gayle.

- John tapaði í úrslitum í F.A. bikarnum með þremur félögum. Fyrst Watford, svo tvívegis með Liverpool og loks Newcastle United. Hann var aðeins einu sinni í sigurliði í fimm úrslitaleikjum.

- John hefur tvívegis stjórnað félagsliðum sem framkvæmdastjóri. Fyrst hjá Celtic og svo hjá Tranmere. Hann var í bæði skiptin látinn hætta áður en fyrstu leiktíð lauk.

- Kenny Dalglish tók við af John hjá Celtic sem vann skoska Deilarbikarinn seinna á leiktíðinni 1999/2000. John var vikið úr starfi áður en kom að úrslitaleiknum.

- John fékk MBE orðuna frá Elísabetu Bretadrottningu fyrir framlag sitt til knattspyrnunnar árið 1998.

- John hefur fengist við tónlist og sungið inn á plötur. Fyrst með félögum sínum í Liverpool þegar hann var leikmaður þar og eins með hljómsveitinni New Order en lagið World in Motion komst í efsta sæti breska vinsældarlistans. John þykir snjall rappari.


- Kappinn tók þátt í dansþættinum Strictly Come Dancing í BBC og þótti standa sig mjög vel. 

- Nú til dags kemur John fram í fjölmiðlum sem sparkspekingur. Hann vinnur að mörgum góðgerðarmálum og eins tekur hann þátt í að berjast gegn kynþáttafordómum. Af og til kemur hann fram fyrir hönd Liverpool Football Club sem sendiherra. 



Með eigin orðum.

,,Ef þú ert góður leikmaður þá ertu samþykktur hjá Liverpool!"  


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan