| Sf. Gutt

Brendan á í vök að verjast


Það hefur verið þæfingur hjá Liverpool það sem af er leiktíðar. Jamie Carragher fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur hjá Sky sports telur að Brendan Rodgers eigi í vök að verjast þessar vikurnar. Hann bendir á að eigendur Liverpool hafi ekki hikað við að láta Roy Hodgson og Kenny Dalglish víkja þegar illa gekk. 

,,Brendan Rodgers er undir pressu. Eigendurnir sýndu Kenny og Roy enga miskunn. Bournemouth er næst á dagskrá og svo Arsenal. Hann var kjörinn Framkvæmdastjóri ársins en hann þarf að ná betri úrslitum. Maður ætti von á betra gengi eftir að svona miklum peningum var eytt í leikmenn."


,,Það er stefnt á eitt af fjórum efstu sætunum en liðið brást í Meistaradeildinni. Það verður erfitt að ná United því þeir eru ekki að spila í Evrópukeppni. Arsenal stefnir líka á fjórða sætið. Hann verður undir mikilli pressu ef liðið nær ekki fjórða sætinu."

Jamie hafði þetta að segja fyrir Deildarbikarleikinn í gærkvöldi gegn Bournemouth en hann gekk reyndar vel og Liverpool er nú komið í undanúrslit keppninnar. Gengi liðsins í deildinni hefur ekki verið nógu gott og ljóst er að Brendan þarf að koma lagi á það mál ef vel á að fara!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan