| Sf. Gutt

Jack Robinson heldur á braut

Tilkynnt var síðdegis í dag að Jack Robinson hafi verið seldur frá Liverpool. Hann er búinn að gera samning við Queens Park Rangers. Samningurinn er til fjögurra ára. Ekki hefur komið fram hvert kaupverðið er.

Jack mun þó ekki spila með Q.P.R. á þessari leiktíð því hann var lánaður á stundinni til Huddersfield Town. Hann spilar þar með uppeldisfélaga sínum Conor Coady sem var seldur þangað frá Liverpool fyrr í sumar.

Jack ólst upp hjá Liverpool og komst heldur betur á spjöld sögunnar í síðasta leik Rafael Benítez vorið 2010. Liverpool lék þá í Hull og Jack kom inn á sem varamaður undir lok leiksins. Hann varð þar með yngsti leikmaður í sögu Liverpool. Jack var aðeins 16 ára og 250 daga gamall. Hann átti metið þar til Jerome Sinclair sló það haustið 2012.

Á síðasta tímabili var Jack, sem leikur stöðu vinstri bakvarðar, í láni hjá Blackpool og þótti standa sig vel. Hann hefur spilað með yngri landsliðum Englands og í dag var hann valinn í undir 21. árs liðið.

Jack Robinson lék alls 11 leiki með Liverpool. Liverpool klúbburinn óskar Jack góðs gengis með nýju félagi og þakkar honum framlag sitt til félagsins. 

Hér má lesa allt það helsta um feril Jack Robinson á LFChistory.net.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan