| Sf. Gutt

Magnað að mæta Real Madrid

Brendan Rodgers bíður spenntur eftir að fást við liðin sem Liverpool fékk í sinn hlut í Meistaradeildardrættinum. Þar eru fremstir í flokki sjálfir Evrópu- og Stórbikarmeistarar Real Madrid.  

,,Fyrst og fremst þá erum við spenntir. Öll sú mikla vinna sem við lögðum á okkar á síðasta keppnistímabili miðaði að því að koma Liverpool aftur í keppnina sem við erum svo nátengdir. Það er bara spennandi að vera að vera komnir aftur í þessa keppni og í raun sama við hverja við þurfum að glíma við. "

,,Það verður magnað að mæta ríkjandi meisturum Real Madrid. Ég er strax farinn að hugsa til þess hvernig verður að vera á Anfield kvöldið sem við spilum við þá. En það eru tvö önnur sterk lið með okkur. Þetta er erfiður riðill en við hlökkum virkilega til þeirrar áskorunar sem flest í því að reyna að komast upp úr riðlinum."

Segja má að það hugarfar sem endurspeglast í þessum orðum Brendan Rodgers sé það rétta. Þetta getur ekki verið annað en spennandi og skemmtilegur riðill. Vissulega verður ekki einfalt að fást við Evrópumeistarana en það var líka hægt að fá önnur mjög erfið lið eins og granna þeirra frá Madríd, Barcelona og Bayern Munchen. Þetta verður bara gaman!

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan