| Grétar Magnússon

Liverpool er í B riðli

Nú rétt í þessu var dregið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og ljóst er hvaða lið eru með Liverpool í riðli.



Liverpool eru í B riðli keppninnar og mæta Evrópumeisturum Real Madrid, svissneska liðinu Basel og Ludogorets Razgrad frá Búlgaríu.

Liverpool hafa mætt Real Madrid þrisvar sinnum í Evrópukeppninni og unnið alla þrjá leikina. Eftirminnilegast er auðvitað sigurinn í úrslitaleiknum árið 1981 á Wembley.  Flestir muna þó eftir leikjunum tveimur árið 2009 þegar útileikurinn vannst 0-1 og spænska liðinu var svo slátrað á Anfield 4-0.

Liverpool eiga harma að hefna gegn Basel en félögin voru saman í riðli árið 2002 þar sem báðum leikjum lauk með jafntefli, á Anfield 1-1 og í Sviss 3-3.  Jafnteflin voru Liverpool dýrkeypt því liðið komst ekki áfram úr riðlinum.

Ludogorets eru í fyrsta sinn í sögu félagsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og hafa aldrei mætt Liverpool áður í Evrópukeppni. 

Um leið og leikdagar og tímasetningar eru gefnar út munum við birta upplýsingar um það hér á vefnum.

Hér er drátturinn í heild sinni:

A -riðill:
Atletico Madrid
Juventus
Olympiakos
Malmö

B-riðill:
Real Madrid
Basel
Liverpool
Ludogorets

C-riðill:
Benfica
Zenit St. Petersburg
Bayer Leverkusen
Monaco

D-riðill:

Arsenal
Borussia Dortmund
Galatasaray
Anderlecht

E-riðill:
Bayern Munchen
Manchester City
CSKA Moskva
Roma

F-riðill:
Barcelona
PSG
Ajax
APOEL

G-riðill:
Chelsea
Schalke
Sporting Lissabon
Maribor

H-riðill:
Porto
Shakthar Donetsk
Athletic Bilbao
BATE Borisov





TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan