| Grétar Magnússon

Peterson seldur til Hollands

Hinn 19 ára gamli Svíi, Kristoffer Peterson var í dag seldur til hollenska félagsins FC Utrecht. Liðið leikur í efsu deild þar í landi.



Kristoffer Peterson kom til félagsins frá Savedalens IF í janúar árið 2011. Hann spilaði aldrei leik fyrir aðallið félagsins en tók þó þátt í nokkrum leikjum á undirbúningstímabilinu í sumar.

Hann skoraði eitt mark í tapleik gegn Bröndby og sömuleiðis eitt mark í sigurleik á Preston North End. Hann var svo hluti af leikmannahópnum sem hélt til Bandaríkjanna í æfingaferðina þar.

Kristoffer skoraði þó nokkuð fyrir undir 21. árs liðið á síðustu leiktíð og var um tíma í láni hjá Tranmere Rovers. Hann hefur spilað með yngri landsliðum Svía all upp í undir 21. árs liðið ef rétt er vitað.





TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan