| Sf. Gutt

Þrír laskaðir

Tapleikurinn gegn Manchester City virðist hafa kostað sitt. Einn fór meiddur af velli og tveir aðrir höltruðu síðustu mínúturnar. Glen Johnson meiddist á læri og sagði Brendan Rodgers eftir leikinn að það þyrfti að skoða hann betur til að meta meiðslin. Hugsanlega er um að ræða tognun aftan í læri og þá verður Glen ekki með næstu vikurnar.

Nýliðinn Alberto Moreno sneri sig illa á ökkla þegar hann festist í gervigrasi utan við hliðarlínuna. Óvíst er um að hann verði með á móti Tottenham. Þetta var dæmi um að gervigrasfletir við hliðarlínu geta verið varasamir.

Martin Skrtel fékk þungt högg á sig eftir samstuð og var lengi á fætur. Óvíst hvort hann hlaut eitthvað verra af högginu.

Allir þrír meiddust á síðustu tíu mínútum leiksins og Liverpool lék síðustu mínúturnar manni færri. Það má því segja að þessar síðustu mínútur hafi kostað sitt.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan