| Grétar Magnússon

Loic Remy ekki keyptur

Staðarblaðið Liverpool Echo segir í frétt í dag að kaupin á Liverpool hafi hætt við kaupin á Loic Remy þar sem hann hafi ekki staðist læknisskoðun.





Félagið hætti við á síðustu stundu þegar flestir bjuggust við því að Remy yrði kynntur sem nýjasti leikmaður félagsins.Félagið sjálft hefur ekki tjáð sig um málið en heimildir Echo eru góðar.

Remy flaug út til Boston fyrir helgi og hitti leikmenn félagsins, þessi 27 ára gamli leikmaður gekkst svo undir hina hefðbundu læknisskoðun eftir að hafa fengið nokkura daga frí með leyfi félagsins.

Flestir héldu að töfin á því að hann yrði kynntur sem leikmaður félagsins væri vegna þess að einhver minniháttar pappírsvinna væri að tefja málið en það virðist ekki hafa verið rétt.  Hin raunverulega ástæða þess að ekkert fréttist í nokkra daga var sú að læknateymi félagsins var að bíða eftir öðru áliti lækna á ástandi Remy.

Það álit hefur nú skilað sér og félagið ákveðið að kaupa Remy ekki frá Q.P.R.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan