| Heimir Eyvindarson

Lovren kemur og kannski Remy líka

Liverpool og Southampton hafa komist að samkomulagi um kaupverð á Króatanum Dejan Lovren. Hann fer væntanlega í læknisskoðun í Liverpool á morgun. Loic Remy stóðst læknisskoðun í dag.

James Pearce hjá Liverpool Echo tísti á Twitter fyrir stundu að Liverpool og Southampton hefðu loksins komist að samkomulagi um kaupverð á króatíska varnarmanninum Dejan Lovren. Kaupverðið mun vera 16 milljónir punda, en ýmis aukaákvæði í samningnum geta gert það að verkum að upphæðin endi í 20 milljónum punda. Lovren verður þar með dýrasti varnarmaður í sögu Liverpool. Talið er ólíklegt að Lovren sláist í för með Liverpool í Bandaríkjunum.


Þá segir James Pearce einnig frá því að Loic Remy hafi staðist læknisskoðun hjá Liverpool í Bandaríkjunum. Einungis formsatriði eru eftir til þess að ganga frá félagaskiptum hans til Liverpool. Samningur Remy við Liverpool mun vera til 5 ára.  







  
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan