| Grétar Magnússon

Borini besti ungi leikmaður Sunderland

Fabio Borini, sem er á láni hjá Sunderland, var í vikunni valinn besti ungi leikmaður félagsins á tímabilinu af stuðningsmönnum þess.


Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á þriðjudagskvöldið, Borini hefur staðið sig vel á tímabilinu og skorað sjö mörk í öllum keppnum.

Þessi 23 ára gamli Ítali voru fyrstu kaup Brendan Rodgers til félagsins sumarið 2012 skoraði mikilvægt mark gegn Chelsea í deildinni um síðustu helgi, hann skoraði einnig í undanúrslitum Deildarbikarsins gegn Manchester United á leið Sunderland í úrslitaleikinn.  Hann skoraði svo fyrsta mark úrslitaleiksins gegn Manchester City en leikurinn tapaðist svo 3-1.

Stuðningsmönnum Sunderland hefur svo ekki leiðst að sjá Borini skora bæði heima og heiman gegn erkifjendunum í Newcastle en Sunderland vann báða leiki liðanna á tímabilinu.

Á fyrsta tímabili sínu með Liverpool skoraði Borini tvö mörk í tuttugu leikjum.  Hann var þónokkuð frá vegna meiðsla og náði ekki að sýna sitt rétta andlit á tímabilinu.  Vonandi kemur hann sterkur til baka eftir gott gengi með Sunderland í vetur.



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan