| Sf. Gutt

Virkið Anfield!

Brendan Rodgers talaði um það, þegar hann tók við sem framkvæmdastjóri Liverpool, að hann vildi gera Anfield að virki sem erfitt væri heim að sækja. Margir töldu þetta kannski fjarlægan draum en mótherjar Liverpool hafa sannarlega fundið fyrir því á þessari leiktíð að Rauði herinn er ekki árennilegur á heimslóðum. Brendan sagði þetta um virkið Anfield á dögunum eftir leik Liverpool og Tottenham. 



,,Þetta er breyting á hugarfari. Þegar maður á heimavöll eins og Anfield og her stuðningsmanna eins og við eigum þá verður maður virkilega að helga sér völlinn. Þetta er völlurinn okkar, stuðningsmennirnir okkar, leikvangurinn okkar og hugarfar okkar snýst um að eigna okkur allt þetta og hafa með okkur í liði. Við erum grimmir á heimavelli. Við ætlum okkur að vinna, skora mörk en um leið að verjast vel. Þegar maður nær að virkja þetta allt saman með stuðningsmennina, sem voru stórkostlegir og mynduðu mögnuðustu stemmningu sem ég hef upplifað á Anfield, að baki okkur þá hefur maður sterkt og mikið afl með sér." 

Virkið við Anfield Road hefur oft á tíðum verið magnað frá því það varð heimavígi Liverpool Football Club árið 1892 og nú er að vona að það verði óvinnandi það sem eftir er af þessu keppnistímabili!!!

Hér má sjá og heyra stuðningsmenn Liverpool syngja þjóðsönginn fyrir leik Liverpool og Tottenham.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan