| Heimir Eyvindarson

Fulham leiknum hugsanlega frestað

Leiknum gegn Fulham annað kvöld verður mögulega frestað. Ástæðan er hugsanlegt verkfall starfsfólks í neðanjarðarlestakerfi London.

Forráðamenn Fulham segjast ekki geta tryggt að allt gæslulið og starfsfólk verði komið á völlinn í tæka tíð, ef af verkfallinu verður, og því segjast þeir mögulega þurfa að grípa til þess ráðs að fresta leiknum. Endanleg ákvörðun verður tekin kl. 15.00 í dag.

John W. Henry segir á Twitter að hann undrist þessi vandræði. ,,Arsenal, West Ham og Leyton eru öll klár í sína leiki, þrátt fyrir mögulegt verkfall. Af hverju ekki Fulham?" tístir Henry.  

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan