| Grétar Magnússon

Mín besta stund hingað til

Stewart Downing skoraði sigurmarkið sem tryggði Liverpool sína aðra ferð á Wembley á tímabilinu. Hann segir þetta hafa verið hans besta stund hjá félaginu til þessa.

Downing var í skýjunum eftir leik:  ,,Ég er virkilega ánægður.  Þetta var erfiður leikur, en aðalatriðið er að við komumst áfram.  Nú förum við aftur á Wembley.  Ég held að þetta hljóti að vera mín besta stund (á Liverpool ferlinum til þessa).  Ég hef notið þess að spila í stóru leikjunum og úrslitaleikurinn í Deildarbikarnum var frábær."

,,Leikurinn var okkur erfiður en það hvernig við náðum sigurmarkinu og fyrir mig að skora á Anfield var frábær tilfinning og ég er ánægður með að markið tryggði okkur sigurinn."

Downing telur engu að síður að Liverpool hafi verðskuldað sigurinn.

Hann bætti við:  ,,Luis skoraði frábært mark.  Við höfum séð á æfingum að hann og Maxi hafa ákveðinn skilning sín á milli.  Þetta var góður þríhyrningur sem þeir spiluðu og ég held að Luis hafi notað varnarmann Stoke til að markvörðurinn ætti í erfiðleikum með að verja skotið.  Þetta var frábær afgreiðsla og gott mark hjá Luis."

,,Mér fannst við eiga sigurinn skilið.  Við vorum eina liðið sem sótti fram völlinn og bjó til færi.  Ég er ekki að sýna Stoke neina vanvirðingu með þessu - mörg lið koma hingað og verjast með alla leikmenn fyrir aftan bolta.  Við verðum að vera þolinmóðir og ég skil það vel að stuðningsmennirnir geti verið óþolinmóðir þegar hlutirnir ganga ekki upp, en ef þeir standa með okkur þá höfum við leikmennina sem geta opnað upp varnir einstaklinga og við sýndum það þegar upp er staðið."


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan