| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Mark Lawrenson spáir að venju í spilin fyrir leiki helgarinnar.  Hér má lesa það sem hann hefur að segja um leik Liverpool og Aston Villa.  Leikmenn Liverpool náðu sigri í síðasta leik gegn Q.P.R. á heimavelli.  Var það aðeins þriðji heimasigur liðsins á tímabilinu og sá fyrsti síðan þann 24. september !
 
Liðið heldur á Villa Park í Birmingham til að etja kappi við Aston Villa.  Villa menn fengu nýjan knattspyrnustjóra í sumar og hefur hann nú fallið í misjafnan jarðveg hjá stuðningsmönnum félagsins.  Ástæðan er sú að Alex McLeish, stýrði áður erkifjendunum í Birmingham.  McLeish hefur þó náð ágætum árangri með Villa það sem af er leiktíðar og spennandi verður að sjá hvernig lærissveinar hans standa sig gegn okkar mönnum frá Liverpool.

                                                             

                                                                          
                                                                     Aston Villa v Liverpool

Villa spiluðu betur gegn Bolton um síðustu helgi og þeir spiluðu meiri sóknarbolta en þeir eru vanir, og þeir voru betra lið fyrir vikið.

Alex McLeish hefur búið til lið sem er erfitt að vinna en á móti kemur þá hafa þeir sjálfir ekki unnið marga leiki.

Liverpool höfðu ekki tapað í 11 leikjum fyrir síðasta útileik við Fulham og með þá breidd sem er til staðar í leikmannahópnum núna geta þeir jafnað sig fljótt á því eins og þeir sýndu gegn Q.P.R. um síðustu helgi.

Þeir rauðu eiga vanalega góða leiki gegn Villa en þeir töpuðu þarna á síðasta tímabili, þegar Stewart Downing skoraði eina mark leiksins.

Spá: 1:1.

                                                                                   Til minnis!
 
- Liverpool tapaði síðasta útileik gegn Fulham.

- Luis Suarez er markahæstur leikmanna Liverpool með 8 mörk.

- Suarez er einnig markahæstur leikmanna í Úrvalsdeildinni með 5 mörk.

- Næst markahæstur eru sjálfsmörk mótherjanna með 3 mörk !

- Jay Spearing tekur út sinn annan leik í leikbanni, hann mun næst vera tiltækur á annan dag jóla.

- Sex leikmenn Liverpool hafa tekið þátt í öllum 15 leikjum liðsins í Úrvalsdeildinni á tímabilinu.

- Liverpool sitja í 6. sæti deildarinnar með 26 stig.

- Aston Villa eru í því 9. með 19 stig.

- Liðin hafa ekki verið iðinn við kolann í markaskorun, bæði lið hafa skorað 18 mörk í deildinni.

Hér má
 sjá leikmenn Liverpool æfa fyrir leikinn.

Hér má skoða myndir úr fyrrum leikjum liðanna.

Hér má sjá Kenny Dalglish ræða um leikinn á blaðamannafundi.

 
                                                                                       Síðast!





Liðin mættust á Villa Park í síðustu umferð deildarinnar í maí. Aston Villa vann með eina markinu sem var skorað. Markið skoraði Stewart Downing í sínum síðasta leik með Villa áður en hann fór til Liverpool í sumar. Stewart kom þar með í veg fyrir að Liverpool kæmist í Evrópukeppni en hann hefur ekki skorað síðan. Steven Gerrard sat uppi í stúku með stuðningsmönnum Liverpool!

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan