| Grétar Magnússon

Emiliano ánægður með nýja félagið

Emiliano Insua hefur, eins og fram hefur komið, yfirgefið Liverpool og samið við portúgalska liðið Sporting Lissabon til fimm ára. 

Argentínumaðurinn segist mjög ánægður með að vera kominn til Sporting. ,,Sporting er eitt stærsta félagið í Portúgal og hjá liðinu eru margir frábærir leikmenn."
 
,,Ég er hæstánægður með að hefja æfingar hér og spila með liðinu.  Félagið er alltaf líklegt til að vinna til verðlauna.  Ég mun leggja mig allan fram fyrir Sporting."

Kaupin á Jose Enrique og uppgangur Jack Robinson hafa gert það að verkum að þessi vinstri bakvörður, sem var fyrsti valkostur tímabilið 2009-2010 sá sæng sína út breidda.  Hann var keyptur til Liverpool af Rafa Benítez frá Boca Juniors árið 2007.

Emiliano Insua spilaði 62 leiki fyrir Liverpool og skoraði eitt mark en það kom í Deildarbikarnum gegn Arsenal árið 2009.  Markið var glæsilegt þrumuskot utan vítateigs og sést hér á meðfylgjandi mynd.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan