| Mummi

Tilkynning vegna miðamála á Anfield

Eins og fjölmargir hafa tekið hafa þá erum við ekki ennþá búnir að setja í sölu hópferðirnar okkar, fyrir þessu eru nokkrar ástæður.

Um miðjan júní mánuð fengum við þau skilaboð frá LFC að frá og með þessu tímabili myndi fjöldi meðlima í alþjóðlega stuðningsmannaklúbbi LFC verða ráðandi í því hversu marga miða við fengjum úthlutaða á leiki liðsins. Við fórum því á fullt og með samstilltu átaki klúbbmeðlima tókst okkur að safna saman 450 skráningum og senda út til LFC þann 5. júlí síðastliðinn.

Undir mánaðarmótin síðustu fengum við svo úthlutaða miða á flest alla heimaleiki Liverpool fyrir áramót en til þess að geta nýtt okkur þessa miða þurfum við fyrir hvern og einn leik að fylla út skjal með félaganúmerum úr alþjóðlegaklúbbnum fyrir hvert og eitt sæti sem við nýtum á viðkomandi leik.

En þar er hinsvegar stóra vandamálið, Liverpool FC er ekki búið að ganga frá þessum 450 skráningum í alþjóðlega klúbbinn sem við sendum til þeirra þann 5. júlí síðastliðinn. Þetta  þýðir fyrir okkur að við erum ekki með nein félaganúmer til þess að láta þá hafa og klúbbfélagar eru ekki með kort til að komast inn á völlinn.

Það er búið að senda þeim tölvupósta á nokkra daga fresti núna í 2-3 vikur en við fáum hreinlega enginn svör og meðan við fáum ekki nein svör og þessar 450 skráningar eru ekki kláraðar þá er málið hreinlega fast.

Við viljum ekki fara af stað og selja þessa miða sem við erum búnir að fá úthlutaða fyrr en þetta er allt saman komið á hreint hvernig þessi mál eiga að virka.

Vonandi skýrast þessi mál sem allra allra fyrst en þangað til verðið þið einfaldlega að bíða róleg.

Stjórn Liverpoolklúbbsins á Íslandi
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan