| Grétar Magnússon
Vængmaðurinn ungi, Thomas Ince, hefur samið við Blackpool til næstu tveggja ára. Tom neitaði að skrifa undir nýjan samning við Liverpool í sumar. Félögin tvö komust að samkomulagi um þá upphæð sem Blackpool verður að greiða fyrir Tom þar sem hann er uppalinn hjá Liverpool.
Tom Ince er 19 ára og spilaði einn leik með aðalliði félagsins en það var í tapleik gegn Northampton í Deildarbikarnum í fyrra. Hjá Blackpool hittir Ince fyrir Gerardo Bruna sem fór þangað fyrr í sumar. Eins og áður sagði skrifaði hann undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á framlengingu um eitt ár.
Eins og flestir vita er Tom sonur Paul Ince sem var fyrirliði Liverpool á árum áður. Þess má geta að Tom lék nokkra leiki undir stjórn pabba síns á síðustu leiktíð þegar hann fór í lán til Notts County.
Við óskum Tom Ince góðs gengis á ókomnum árum.
TIL BAKA
Thomas Ince til Blackpool

Tom Ince er 19 ára og spilaði einn leik með aðalliði félagsins en það var í tapleik gegn Northampton í Deildarbikarnum í fyrra. Hjá Blackpool hittir Ince fyrir Gerardo Bruna sem fór þangað fyrr í sumar. Eins og áður sagði skrifaði hann undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á framlengingu um eitt ár.
Eins og flestir vita er Tom sonur Paul Ince sem var fyrirliði Liverpool á árum áður. Þess má geta að Tom lék nokkra leiki undir stjórn pabba síns á síðustu leiktíð þegar hann fór í lán til Notts County.
Við óskum Tom Ince góðs gengis á ókomnum árum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Heimsmeistarinn valinn bestur! -
| Sf. Gutt
Þarf að breyta til! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja sigurförina! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp!
Fréttageymslan