| Sf. Gutt
,,Það voru mikil forréttindi að vera beðinn um að stjórna Liverpool Football Club. Það er heiður fyrir hvern einasta framkvæmdastjóra að hafa stjórnað félagi með svona ótrúlega sögu, þessar miklu hefðir og svona magnaða stuðningsmenn. Liverpool er eitt af stærstu félögum í víðri veröld."
,,Á hinn bóginn hafa síðustu mánuðir verið einhverjir þeir erfiðustu sem ég hef upplifað á starfsferli mínum. Ég er mjög sorgbitinn yfir því að hafa ekki fengið tækifæri til að setja mark mitt á leikmannahópinn og ekki hafa fengið tíma til að fá nýja leikmenn til félagsins núna á þessu félagaskiptatímabili. Eins hefði ég viljað taka þátt í endurbyggingarstarfinu hjá Liverpool."
,,Það eru nokkrir heimsklassaleikmenn hjá félaginu og það hefur verið mér ánægja að vinna með þeim og ég vil óska öllum í liðinu góðs gengis til loka leiktíðarinnar. Ég vil þakka þeim, hjá félaginu, sem ég hef byggt upp náið samstarf við og átt stuðning hjá á mjög erfiðum tímum. Að lokum þakka ég að sjálfsögðu stuðningsmönnum Liverpool fyrir eldmóð þeirra og stuðning við félagið. Þessir kostir ykkar munu koma Liverpool aftur til vegs og virðingar."
TIL BAKA
Kveðjuyfirlýsing Roy Hodgson
,,Það voru mikil forréttindi að vera beðinn um að stjórna Liverpool Football Club. Það er heiður fyrir hvern einasta framkvæmdastjóra að hafa stjórnað félagi með svona ótrúlega sögu, þessar miklu hefðir og svona magnaða stuðningsmenn. Liverpool er eitt af stærstu félögum í víðri veröld."
,,Á hinn bóginn hafa síðustu mánuðir verið einhverjir þeir erfiðustu sem ég hef upplifað á starfsferli mínum. Ég er mjög sorgbitinn yfir því að hafa ekki fengið tækifæri til að setja mark mitt á leikmannahópinn og ekki hafa fengið tíma til að fá nýja leikmenn til félagsins núna á þessu félagaskiptatímabili. Eins hefði ég viljað taka þátt í endurbyggingarstarfinu hjá Liverpool."
,,Það eru nokkrir heimsklassaleikmenn hjá félaginu og það hefur verið mér ánægja að vinna með þeim og ég vil óska öllum í liðinu góðs gengis til loka leiktíðarinnar. Ég vil þakka þeim, hjá félaginu, sem ég hef byggt upp náið samstarf við og átt stuðning hjá á mjög erfiðum tímum. Að lokum þakka ég að sjálfsögðu stuðningsmönnum Liverpool fyrir eldmóð þeirra og stuðning við félagið. Þessir kostir ykkar munu koma Liverpool aftur til vegs og virðingar."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Heimsmeistarinn valinn bestur! -
| Sf. Gutt
Þarf að breyta til! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja sigurförina! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp!
Fréttageymslan