| Sf. Gutt

Jamie frá vegna axlarmeiðsla

Jamie Carragher fór meiddur af velli seint í leiknum við Tottenham í dag. Hann virtist ekki mjög þjáður og sýndi engin svipbrigði en þess ber að geta að kappinn er harðjaxl hinn mesti.

Jamie Carragher, sem var fyrirliði Liverpool í dag, var búinn að leika frábærlega og sigurmark Tottenham kom eftir að hann fór af velli. Reyndar skoraði Spurs tvisvar eftir að Jamie fór út af en fyrra markið var réttilega dæmt af. Ekki er víst að Tottenham hefði skorað ef Jamie hefði notið við.

Jamie fór líklega úr axlarlið eftir því sem Roy Hodgson sagði eftir leikinn. ,,Við höldum að Jamie hafi farið úr axlarlið og það er mikið áfall fyrir okkur og hann. Á þessari stundu veit ég ekki hversu lengi Jamie verður frá en ég gæti ímyndað mér að það yrði nokkur tími því þetta eru alvarleg meiðsli. Núna verðum við án Steven Gerrard og Jamie í einhvern tíma. Báðir eru lífæð félagsins."

Ekki hefur enn verið opinberlega staðfest hversu lengi Jamie verður frá verkum en sumir fjölmiðlar hafa nefnt allt upp í sex vikur. Við vorum að fjarvera Jamie verði eins stutt og kostur er. Það fækkar leikfærum miðvörðum því Daniel Agger er frá um ótiltekin tíma vegna meiðsla á ökkla.






TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan