| Sf. Gutt
,,Við höfum ekkert heyrt frá Manchester United og til að vera aðeins nákvæmari þá höfum við ekki nokkurn einasta áhuga að heyra neitt frá Manchester United. Ef Ferguson fer að horfa í kringum sig í lok leiktíðar og hefur fullt af peningum, til að kaupa mann í staðinn fyrir van der Sar, er ekki ólíklegt að hann muni vilja fá Pepe Reina því hann er sá besti. En við viljum ekki selja hann. Mig langar til þess að við verðum aftur félag sem nýtur velgengri og Pepe er lykilmaður í því máli."
Það er gott að Roy Hodgson sendi Manchester United loksins tóninn því hann þótti heldur linur í að svara glósum frá Old Trafford fyrr í haust í kjölfar leiks liðanna. Svo skelltu fjölmiðlar í gang umræðu um að Roy teldi að Manchester United myndi ætla sér að kaupa Fernando Torres. Reyndar var nú eitthvað snúið út úr orðum Roy í því tilviki.
Jose Reina framlengdi samning sinn við Liverpool í vor og það er ekki nokkur vafi á því að hann er lykilmaður hjá Liverpool innan vallar en ekki síður utan. Roy Hodgson gerir sér líka alveg grein fyrir því hversu magnaður leikmaður Pepe er.
,,Pepe er alveg frábær hérna og hann er lífæð liðsins. Allt sem hann gerir hérna hjá félaginu er framúrskarandi. Það er líf og fjör í kringum hann í búningsherberginu. Hann leggur hart að sér á æfingum og hann reynir alltaf að bæta sig. Hann gerir líka kröfur um slíkt hið sama hjá öðrum í liðinu og rekur menn áfram. Hann er leikmaður sem við höfum mikið álit á."
TIL BAKA
Jose fer ekki til Manchester United!
,,Við höfum ekkert heyrt frá Manchester United og til að vera aðeins nákvæmari þá höfum við ekki nokkurn einasta áhuga að heyra neitt frá Manchester United. Ef Ferguson fer að horfa í kringum sig í lok leiktíðar og hefur fullt af peningum, til að kaupa mann í staðinn fyrir van der Sar, er ekki ólíklegt að hann muni vilja fá Pepe Reina því hann er sá besti. En við viljum ekki selja hann. Mig langar til þess að við verðum aftur félag sem nýtur velgengri og Pepe er lykilmaður í því máli."
Það er gott að Roy Hodgson sendi Manchester United loksins tóninn því hann þótti heldur linur í að svara glósum frá Old Trafford fyrr í haust í kjölfar leiks liðanna. Svo skelltu fjölmiðlar í gang umræðu um að Roy teldi að Manchester United myndi ætla sér að kaupa Fernando Torres. Reyndar var nú eitthvað snúið út úr orðum Roy í því tilviki.
Jose Reina framlengdi samning sinn við Liverpool í vor og það er ekki nokkur vafi á því að hann er lykilmaður hjá Liverpool innan vallar en ekki síður utan. Roy Hodgson gerir sér líka alveg grein fyrir því hversu magnaður leikmaður Pepe er.
,,Pepe er alveg frábær hérna og hann er lífæð liðsins. Allt sem hann gerir hérna hjá félaginu er framúrskarandi. Það er líf og fjör í kringum hann í búningsherberginu. Hann leggur hart að sér á æfingum og hann reynir alltaf að bæta sig. Hann gerir líka kröfur um slíkt hið sama hjá öðrum í liðinu og rekur menn áfram. Hann er leikmaður sem við höfum mikið álit á."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir!
Fréttageymslan