| Grétar Magnússon
Jamie Carragher segir að sínir menn hafi sýnt mikinn styrk með því að láta ekki snemmbúið mark Trabzonspor slá sig útaf laginu. Liðið hafi unnið sig hægt og rólega inní leikinn og dregið allan mátt úr stuðningsmönnum Tyrkjanna.
,,Leikurinn var mjög erfiður því þeir eru með mjög gott lið," sagði Carragher. Þeir sýndu það í fyrri leiknum á Anfield. Okkar hugmynd var að koma hingað, reyna að halda hreinu og ná inn eins og einu marki."
,,Þeir byrjuðu frábærlega og ég held að við höfum sýnt mikinn karakter og góða einbeitningu með spilamennsku okkar í þessu andrúmslofti. Evrópukeppnin snýst um þetta. Maður fer til mismunandi landa og upplifir mismunandi menningu. Tyrkland er frægt fyrir magnað andrúmsloft á leikvöllum sínum og það blandast skemmtilega við leikinn."
Carra bætti við: ,,Við komumst ekki bara áfram. Við unnum þá á þeirra eigin heimavelli án nokkurra af okkar sterkustu leikmönnum. Með það í huga má segja að úrslitin séu frábær. Við stjórnuðum fyrri hálfleiknum án þess að ná að skapa okkur mörg færi. Stjórinn var frábær í hálfleik og sagði okkur að eitt mark myndi liklega koma okkur áfram."
,,Tyrkirnir þurftu alltaf að skora annað mark og við vorum rólegir sem bar árangur í seinni hálfleik."
TIL BAKA
Við sigruðum stuðningsmennina

,,Leikurinn var mjög erfiður því þeir eru með mjög gott lið," sagði Carragher. Þeir sýndu það í fyrri leiknum á Anfield. Okkar hugmynd var að koma hingað, reyna að halda hreinu og ná inn eins og einu marki."
,,Þeir byrjuðu frábærlega og ég held að við höfum sýnt mikinn karakter og góða einbeitningu með spilamennsku okkar í þessu andrúmslofti. Evrópukeppnin snýst um þetta. Maður fer til mismunandi landa og upplifir mismunandi menningu. Tyrkland er frægt fyrir magnað andrúmsloft á leikvöllum sínum og það blandast skemmtilega við leikinn."
Carra bætti við: ,,Við komumst ekki bara áfram. Við unnum þá á þeirra eigin heimavelli án nokkurra af okkar sterkustu leikmönnum. Með það í huga má segja að úrslitin séu frábær. Við stjórnuðum fyrri hálfleiknum án þess að ná að skapa okkur mörg færi. Stjórinn var frábær í hálfleik og sagði okkur að eitt mark myndi liklega koma okkur áfram."
,,Tyrkirnir þurftu alltaf að skora annað mark og við vorum rólegir sem bar árangur í seinni hálfleik."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hvað verður um Darwin? -
| Sf. Gutt
Sóknarmenn í sigtinu! -
| Sf. Gutt
Er ókyrrð í mönnum? -
| Sf. Gutt
Númer 20 lagt til hliðar -
| Sf. Gutt
Minningarorð Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn
Fréttageymslan