| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Tapið gegn Chelsea í Meistadeildinni var kjaftshögg en nú dugar ekki annað en að rísa upp aftur. Líklega hafa einhverjir stuðningsmenn Liverpool hugsað, eftir leikinn gegn Chelsea, að það hafi verið gott að leikurinn var ekki í deildinni fyrst hann tapaðist.

Nú er komið að næsta deildarleik og Liverpool verður að vinna hann. Reyndar verður Liverpool eiginlega að vinna alla deildarleiki sína sem eftir eru og vonast til að Manchester United tapi einhverjum stigum. Englandsmeistatitillinn vinnst ekki nema að Manchester United tapi stigum. Svo einfalt er það nú. En til þess að það verði eitthvað gagn af því þarf Liverpool að vinna sína leiki. Páskagleðin hjá stuðningsmönnum Liverpool myndi hefjast í fyrra lagi ef liðið þeirra næði að leggja Blackburn Rovers að velli. Gleðilega páska:-)

  

Fróðleiksmolar...

- Liverpool er í öðru sæti deildarinnar á eftir Manchester United.

- Liverpool hefur unnið fjóra síðustu deildarleiki sína. 

- Liverpool hefur skorað flest mörk í efstu deild eða 55 talsins. Ekki sem verst hjá liði sem sumir telja varnarsinnað!

- Liverpool hefur níu sinnum jafnað deildarleiki eftir að hafa lent undir á leiktíðinni. Liverpool hefur unnið sex af þessum leikjum og gerð þrjú jafntefli.

Þeir Jose Reina, Jamie Carragher og Dirk Kuyt hafa leikið alla deildarleiki Liverpool á leiktíðinni. Þeir eru einu leikmenn Liverpool sem hafa gert það.

- Senegalinn El Hadji Diouf er nú í herbúðum Blackburn Rovers. Hann er búinn að spila einu sinni á móti Liverpool á leiktíðinni en það var ekki með Rovers. Hann lék á móti Liverpool með Sunderland á fyrsta degi leiktíðarinnar.

- Steven Gerrard er markahæsti leikmaður Liverpool á leiktíðinni með 21 mark.

- Þrettán af þeim mörkum hafa komið í deildinni.

- Tveir fyrrum leikmenn Liverpool eru nú í liði Blackburn Rovers. Þetta eru þeir Stephen Warnock og El Hadji Diouf.

- Síðasti deildarleikur liðanna á Anfield Road. 19. apríl 2008. Liverpol : Blackburn Rovers 3:1. Mörk Liverpool: Steven Gerrard (60. mín.), Fernando Torres (82. mín) og Andriy Voronin (90. mín.). Mark Blackburn: Roque Santa Cruz (90. mín.).

Spá Mark Lawrenson

Liverpool v Blackburn Rovers

Þetta er síðasti heimaleikur Liverpool áður en minningarathöfnin um harmleikinn á Hillsborough fer fram næsta miðvikudag. Leikmenn Liverpool vilja örugglega gera allt sem þeir geta til að hrista tapið gegn Chelsea á miðvikudaginn af sér. Ég er því viss um að það verður magnað andrúmsloft á Anfield á þessum leik.

Blackburn spilar alveg eins og lið sem Sam Allardyce stjórnar. Rovers munu spila af krafti og láta finna fyrir sér. Þeir sluppu með skrekkinn gegn Tottenham í síðustu viku og ég held að liðið fái ekkert út úr þessum leik. Liverpool nær sér eftir tap í síðasta leik og vinnur þenna leik.

Úrskurður: Liverpool v Blackburn Rovers 2:0.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan