Ferð á Anfield 14 - 17 mars 1996

Sunnudagurinn 17. mars
Menn vöknuðu snemma á sunnudeginum og fóru að skoða í verslanir sem voru opnar. Lagt var á stað á völlinn upp úr hádeginu. Þarna blasti við við okkur Elland Road. Hópurinn var ekki lengi að finna pöbbinn. En fyrst náðum við í miðana á leikinn. Við höfðum góðan tíma til að skoða svæðið. Menn fengu sér að borða og drekka. Við æddum inn á pöbbin og drukkum bjór, Carlsberg Ice. Alltaf að styðja sína menn. Menn keyptu hina ýmsu minjagripi um ferð okkar til Leeds, í þessu minnist ég þess, að allmargir keyptu eins konar pípuhatt á 5 pund. Nokkrir hlógu að þessu uppátæki okkar en sáu svo eftir því seinna. Íslenski fáninn var að sjálfsögðu með í ferðinni og var hann óspart notaður. En heimurinn er lítill, því að á pöbbnum hittum við Íslending, sem er við nám í Manchester, sem var að fara á leikinn. Við innganginn er leitað á öllum, sem ætla inn á leikvanginn. Það var bannað að taka myndavélar, sem eru með linsur inná leikvanginn; þess vegna eru fáar myndir í myndaalbúmi mínu frá dvöl okkar á Elland Road. En við létum það ekki skemma ánægjuna. Leikur dagsins í dag er Leeds gegn Everton. Þessi leikur var sýndur beint á sjónvarpsstöðinni SKY-SPORT. Þetta var hörkuleikur sem endaði með jafntefli 2-2. Eins og á leik Liverpool og Chelsea var veðbankinn í gangi. í þetta sinn var potturinn 135 pund. í þetta sinn voru einnig fjórir sem skiptu með sér pottinum. Tveir voru með rétta markatölu og tveir með rétta markaskorara. Hver og einn fékk 33 pund. Hjörleifur var aftur með rétt. Hann var tippari ferðarinnar. Hann vann sér inn 75 pund. Eftir leikinn var haldið af stað til London.
 
Á leiðinni til London kom upp óþægileg staða, klósettið var orðið fullt og enginn staður til að losa sig við draslið. Þeir sem voru komnir í bjórinn urðu að halda í sér þangað til við komum á hótelið í London. Menn fengu misjöfn herbergi á hótelinu vegna breytinga sem áttu sér stað. Við komum um miðnætti á hótelið Mount Royal, sem er við Oxford Strret. Menn fóru ýmist á hótelbarinn eða röltu um bæinn. Það var búið að loka loka öllum börum og skemmtistöðum en einhverjir næturklúbbar voru opnir. Menn kíktu í búðir til að athuga hvernig þær voru opnar á mánudeginum, Við áttum að mæta út á flugvöll klukkan 12:00. Sunnudagskvöldið endaði með bjórkvöldi inná einu herbergi, menn söfnuðu saman öllum þeim bjór sem fannst. Því allr búðir og pöbbar voru lokaðar og hvergi hægt að fá bjór. Þannig leið nú sunnudagurinn.

Menn vöknuðu snemma á mánudeginum því nú átti að nota kortið og strauja það vel. Hópurinn skipti sér upp allir héldu í sína átt. Sumir fóru með rútunni upp á flugvöll en aðrir voru örlítið lengur á Oxford street að versla og tóku leigubíl út á flugvöllinn. Leigubílarnir voru troðfullir af farþegum og farangri og tóku leigubílstjórarnir aukagjald fyrir þessa flutninga. Enda var hægt að stöðva okkur, fyrir að vera með yfirvigt á hraðbrautum. Það var hamagangur á hóli út á flugvellinum. Öryggisgæslan var gífurleg, allt var skoðað vel og vandlega. í fríhöfninni var farið beint á pöbbinn og keypt sér öl, einn kaldur hressir mann við. Síðan var verslað örlítið í fríhöfninni. Síðasta útkall út í vél. allir um borð. Við erum komnir um borð í vélina. Við þurftum að ganga dágóðan spotta til að komast að vélinni okkar. Einn er kallaður upp af flugstjóranum en ekkert svar. Við bíðum í smástund en svo var lagt í hann. Við erum á leið til Íslands. En svo kom eitt í ljós ÞAÐ Vantar þrjá félaga um borð. hvað haldið þér? jú, þessir félagar urðu eftir í london. svona er lífið, ekki alltaf dans á rósum.  En svona eftir á var ferð til Anfield Road ógleymanleg. Það var stórkostleg tilfinning á vellinum hina eina og sanna. THERE IS ONLY ONE CLUB IN ENGLAND .... LIVERPOOL, LIVERPOOL.   

Að lokum vil ég þakka Magnúsi farastjóra fyrir að hafa gert þessa ferð mögulega og stórskemmtilega og fyrir hönd Liverpoolklúbbsins á Íslandi vil ég þakka þeim sem voru með okkur í þessari ferð fyrir frábærar samverustundir. Lifið heil..                                                                               

Jón Óli Ólafsson form. nr.2

 

 

 

 

TIL BAKA