Haukur Ingi Guðnason

Fæðingardagur:
08. september 1978
Fæðingarstaður:
Keflavík, Íslandi
Fyrri félög:
Keflavík
Kaupverð:
£ 150000
Byrjaði / keyptur:
20. desember 1997
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Haukur Ingi lék með yngri flokkum Keflavíkur þangað til hann komst í aðalliðið sumarið 1995 og hélt sæti sínu allt þar til að hann var seldur til Liverpool. Hann hafði þá leikið 34 deildarleiki og skorað 11 mörk. Haukur Ingi varð bikarmeistari með Keflavík 1997 þegar Keflvíkingar lögðu ÍBV eftir vítaspyrnukeppni í aukaleik. Aðspurður um aðdraganda þess þegar hann gekk til liðs við Liverpool sagði hann í viðtali við Rauða Herinn 11. júní 1998: “Ég frétti að þeir höfðu áhuga á mér meðan U-18 Evrópukeppnin var í gangi á Íslandi. Ég sá í fjölmiðlum að þeir væru að skoða mig og þeir hefðu áhuga á að fá mig út. Umboðsmaður klúbbsins á norðurlöndum hringdi svo í mig og ég sagði strax við hann að þeir ættu að tala við Keflavík. Stuttu eftir bikarúrslitaleikinn 5. okt. 1997 fór ég til Liverpool til reynslu í viku, kom heim í einn dag og fór svo til Arsenal í viku, heim í einn dag, PSV í viku. Ég vissi að það væri eitthvað í gangi í gegnum klúbbinn. Meira vissi ég ekki fyrr en 20. desember daginn sem ég er að útskrifast, þá hringja þeir í mig og segja að Liverpool sé tilbúið að kaupa mig. Það var náttúrulega tvöfaldur fagnaður þann dag”.

Vorið 1998 var hann þrisvar sinnum á varamannabekk aðalliðsins en kom ekki inn á. Við spurðum hvort að það hefði ekki verið dálítið svekkjandi að koma ekki inná?: “Jú, maður hefði sérstaklega viljað spila sinn fyrsta leik á móti Arsenal. Leikirnir voru 4-0 og 5-0. Ég held að hefði hann gefið mér kannski 5 mínútur þá hefði þetta nú kannski farið samt 5-4 eða 4-3, við hefðum ekki tapað þessu. En það er nú bara þannig í þessum bransa, það er ekki bara hent þér inná til að vera góður við þig”. Haukur Ingi hefur leikið einn A-landsleik en fjölmarga leiki með yngri landsliðum Íslands.

Haukur Ingi yfirgaf loks Liverpool og leikur nú með Fylki.

Tölfræðin fyrir Haukur Ingi Guðnason

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
1999/2000 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
Samtals 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0

Fréttir, greinar og annað um Haukur Ingi Guðnason

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil