Ozan Kabak

Fæðingardagur:
25. mars 2000
Fæðingarstaður:
Ankara, Tyrklandi
Fyrri félög:
Galatasaray, Stuttgart, Schalke
Kaupverð:
£ 1000000
Byrjaði / keyptur:
01. febrúar 2021

Ozan Kabak kom til Liverpool á láni frá þýska félaginu Schalke 04 á lokadegi félagaskiptagluggans í febrúar 2021. Lánssamningurinn var til loka tímabilsins með möguleika á kaupum um sumarið.

Kabak er miðvörður sem hefur spilað reglulega fyrir tyrkneska landsliðið síðan í nóvember 2019 en þá spilaði hann sinn fyrsta landsleik, aðeins 19 ára gamall. Hann spilaði rúmlega 50 leiki í þýsku Bundesligunni fyrir Stuttgart og Schalke og hefur því töluverða reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Hann hóf ferilinn í heimalandinu með Galatasaray og spilaði alls 18 leiki fyrir liðið, þar með talið fjóra leiki í Meistaradeildinni. Í janúar 2019 var hann keyptur til Stuttgart og vakti strax athygli fyrir frammistöðu sína í vörn liðsins. Schalke voru fljótir til og tryggðu sér þjónustu hans strax þá um sumarið.

Tölfræðin fyrir Ozan Kabak

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2020/2021 9 - 0 0 - 0 0 - 0 4 - 0 0 - 0 13 - 0
Samtals 9 - 0 0 - 0 0 - 0 4 - 0 0 - 0 13 - 0

Fréttir, greinar og annað um Ozan Kabak

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil