Sepp van den Berg

Fæðingardagur:
20. desember 2001
Fæðingarstaður:
Zwolle
Fyrri félög:
PEC Zwolle
Kaupverð:
£ 1300000
Byrjaði / keyptur:
27. júní 2019

Sepp van den Berg var fyrsti leikmaðurinn sem var keyptur sumarið 2019. Hann þykir gríðarlega efnilegur varnarmaður og þrátt fyrir ungan aldur er hann með virkilega góða tækni.

Hann hóf feril sinn með heimafélaginu PEC Zwolle í Hollandi og í september 2018 bætti hann met Clarence Seedorf og varð yngsti leikmaðurinn í sögu félagsins til að spila a.m.k. 10 leiki með aðalliðinu í efstu deild Hollands. Hans fyrsti leikur var í mars sama ár þegar hann kom inná sem varamaður gegn FC Groningen, þá aðeins 16 ára og 81 daga gamall. Hann byrjaði svo fimm leiki með liðinu það sem eftir lifði tímabils.

Tímabilið 2018-19 spilaði hann alls 15 leiki, þar af 10 sem byrjunarliðsmaður. Mörg lið voru farin að taka eftir þessum hávaxna miðverði og sumarið 2019 fengu Liverpool hann til liðs við sig.

Hann fékk sínar fyrstu mínútur með félaginu í leik gegn MK Dons í deildarbikarnum 25. september 2019. Kom hann inná sem varamaður fyrir Ki-Jana Hoever í uppbótartíma.

Tölfræðin fyrir Sepp van den Berg

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2019/2020 0 - 0 1 - 0 3 - 0 0 - 0 0 - 0 4 - 0
Samtals 0 - 0 1 - 0 3 - 0 0 - 0 0 - 0 4 - 0

Fréttir, greinar og annað um Sepp van den Berg

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil