Brentford-Liverpool
Á morgun kl. 15 mætir Liverpool lærisveinum Thomas Frank í Brentford, á Gtech Community vellinum í vesturhluta London.
Fyrri leikur liðanna fór fram á Anfield 25. ágúst. Þá vann Liverpool góðan 2-0 sigur með mörkum frá Diaz og Salah.
Á síðustu leiktíð vann Liverpool báða leiki liðanna í deildinni, 3-0 heima og 1-4 úti.
Síðasta tap okkar manna gegn Brentford kom á útivelli 2. janúar 2022. Sá leikur endaði 3-1. Mark Liverpool í leiknum skoraði Alex Oxlade-Chamberlain, hans síðasta mark fyrir félagið.
Brentford er í 11. sæti deildarinnar með 28 stig, tveimur fleiri en Manchester United. Svo það sé nú sagt. Liðið getur hins vegar verið erfitt heim að sækja og það berst yfirleitt af fullum krafti þar til yfir lýkur. ´
Meistarar Manchester City fengu að kynnast því í síðustu umferð, City var 2-0 yfir á 78. mínútu en leikurinn endaði 2-2. Það verður því að halda fullri einbeitingu allan leikinn - og helst að mæta til leiks strax í fyrri hálfleik.
Jota verður líklega ekki með á morgun, Diaz er hugsanlega tæpur og svo er Gomez ennþá meiddur. Að öðru leyti er staðan á leikmannahóp Liverpool nokkuð góð.
Spá: Liverpool vinnur 0-2
YNWA
Fánýtur fróðleikur: Vissir þú að Pocahontas bjó einu sinni í Brentford?
-
| Sf. Gutt
Liverpool kaupir ungan markmann -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Ekki til sölu! -
| Sf. Gutt
Þrá og eldmóður! -
| Sf. Gutt
Samningarviðræður í gangi -
| Sf. Gutt
Caoimhin Kelleher yfirgefur Liverpool