Landsleikjafréttir
Síðustu landsleikjahrotu ársins er lokið. Þrír leikmenn Liverpool skoruðu nú í seinni hluta hrotunnar. Kannski meiddist einn leikmaður.
Á sunnudaginn vann England stórsigur á Írlandi á Wembley. Curtis Jones var í byrjunarliði Englands annan leikinn í röð og spilaði vel. Caoimhin Kelleher hafði í nægu að snúast í marki Íra og fékk fimm mörk á sig. Harry Kane, Anthony Gordon, Conor Gallagher, Jarrod Bowen og Taylor Harwood-Bellis skoruðu fyrir England. Jarell Quansah var varamaður.
Ibrahima Konaté var í liði Frakka sem unnu Ítali 1:3 í Mílanó. Ibrahima leiddi franska liðið sem fyrirliði í fyrsta sinn.
Kostas Tsimikas var í gríska liðinu sem vann góðan útisigur 0:2 í Finnlandi.
Pólland og Skotland mættust í Varsjá á mánudaginn. Ben Doak og John McGinn héldu samvinnu sinni áfram frá því í sigrinum á Króatíu. Ben lagði upp mark fyrir John, eins og gegn Króatíu um helgina, snemma leiks. Heimamenn jöfnuðu í síðari hálfleik og allt leit út fyrir jafntefli. Andrew Robertson vildi ekki láta þar við sitja og skoraði með skalla af stuttu færi þegar komið var fram í viðbótartíma. Frábært hjá fyrirliða Skota sem lék sinn 80. landsleik.
Annar bakvörður Liverpool Conor Bradley skoraði líka á mánudaginn. Norður Írar sóttu þá Luxemborg heim. Leiknum lauk 2:2. Conor kom sínum mönnum í 0:2 en heimaliðið náði að jafna. Hann skoraði með skalla úr teignum. Þetta var fjórða mark hans fyrir þjóð sína á árinu. Conor var talinn besti leikmaður vallarins.
Ungverjar tóku á móti Þjóðverjum í gærkvöldi. Gestirnir komust yfir með marki Felix Nmecha þegar um stuandarfjórðungur var eftir. Heimamenn gáfust ekki upp og fengu víti í viðbótartíma. Dominik Szoboszlai tók vítið eins og sönnum fyrirliði sæmir, skoraði af miklu öryggi og tryggði jafntefli. Hann var Maður leiksins!
Cody Gakpo og Ryan Gravenberch komu inn sem varamenn hjá Hollendingum sem gerðu 1:1 jaftefli í Bosníu.
Lewis Koumas var varamaður hjá Wales sem tóku á móti Íslendindingum í Cardiff. Wales vann 4:1. Harry Wilson, fyrrum leikmaður Liverpool, skoraði eitt af mörkunum. Danny Ward og Neco Williams spiluðu líka með Wales.
Riðlakeppni Þjóðadeildarinnar er nú lokið. Upspil fer fram á nýju ári.
Wataru Endo fór fyrir japanska liðinu sem vann Kína 3:1 í grannarimmu.
Darwin Núnez spilaði fyrri hálfleikinn þegar Úrúgvæ sótti stig til Brasilíu.
Luis Díaz var í byrjunarliði Kólumbíu sem tapaði óvænt 0:1 heima fyrir Ekvador.
Leikirnir í Suður Ameríku eru í forkeppni Heimsmeistarakeppninnar. Ríkjandi heimsmeistarar leiða riðilinn eftir 1:0 sigur á Perú. Alexis Mac Allister lék fram á lokamínútuna en þá fór hann af velli eftir harða atlögu mótherja síns. Hugsanlega er hann eitthvað meiddur.
Þá er þessari landsleikjahrotu lokið!
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!